Skilmálar

Afhending vöru

Þegar verslað er í vefverslun KRÓSK er hægt að velja á milli þess að sækja pöntunina í verslun okkar að Kirkjubraut 54 á Akranesi á tilgreindum opnunartíma, eða að fá hana senda. Viðkomandi fær senda staðfestingu í pósti þegar varan fer í sendingu eða sms þegar hún er tilbúin til afhendingar.

 Við bjóðum uppá sendingar með Íslandspósti. Velji kaupandi af fá pöntun senda, gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar íslandspósts um afhendingu. KRÓSK ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá KRÓSK og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

 Við reynum eftir fremsta megni að afgreiða öll kaup næsta virka dag. Vara sem er versluð í vefverslun er í sumum tilfellum ekki fulltilbúin til afhendingar, en þá er hún í vinnslu hjá okkur á saumastofunni. Eftir að greitt hefur verið fyrir vöruna setjum við hana í forgang til að koma henni til þín eins fljótt og auðið er (1-3 dagar).

 

Að skipta og skila vöru

Samkvæmt reglum um rafræn kaup, má viðskiptavinur hætta við kaupin innan 14 daga.

Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:

  • Að varan sé í fullkomnu lagi
  • Að varan sé ónotuð
  • Að varan sé ennþá með miðanum í
  • Að vörunni sé skilað í því ástandi sem hún barst til kaupanda.

Kaupanda er veittur 14 daga skilaréttur gegn því að framvísað sé sölureikning sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Ef ofangreind skilyrði um vöruskil er uppfyllt er hægt að skipta vörunni í aðra vöru, fá inneignarnótu eða endurgreiðslu. 

Útsöluvörur sem verslaðar eru í netverslun má skila/skipta innan 14 daga frá kaupum gegn annarri vöru eða inneignarvöru.

Með hverri pöntun fylgja upplýsingar sem leiða þig í gegnum vöruskil.

Ef endursenda þarf vöru greiðist sá sendingarkostnaður af viðskiptavini nema um ranga/gallaða vöru sé að ræða.

 

Lagerstaða

Lagerstaðan á vefverslun og í verslun er ekki alltaf sú sama. Endilega hafðu samband ef þig langar til þess að gera þér ferð til okkar eftir ákveðinni vöru.

Ef upp kemur að vara sé uppseld og greiðsla fyrir umrædda vöru hefur verið frágengin í vefverslun er varan að sjálfsögðu endurgreidd að fullu

KRÓSK áskilur sér rétt til að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

 

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk.

KRÓSK áskilur sér rétt til að hætta við pantanir t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum á vöru fyrirvaralaust.

 

Greiðslumátar

Hægt er að millifæra eða greiða í gegnum örugga greiðslugátt Valitor með kredit- eða debetkorti.

 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

Ábyrgðarskilmálar

Ef vara telst gölluð mun KRÓSK gera við hana eða skipta henni, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar.

 

Lög um varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands.

 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar um kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

Upplýsingar um seljanda

Krósk ehf.

Kt: 540597-2199

Kirkjubraut 54

300 Akranes

Krosk@simnet.is

S: 8523121