Um okkur
Um Krósk
Krósk by Kristín Ósk hannar og framleiðir fata og fylgihlutalínu fyrir konur á öllum aldri.
Við leggjum mikla áherslu á samspil lita og forma, klæðileg snið, þægindi og gæði.
Allur okkar fatnaður og flestir fylgihlutir verða til á vinnustofunni okkar og eru flíkurnar því ekki fjöldaframleiddar.
Við leggjum áherslu á að velja gæðaefni fyrir allar okkar vörur. Peysurnar okkar eru saumaðar úr ullarvoðum sem eru prjónaðar á íslandi eftir teikningum frá Kristín Ósk.
Hver og ein vara frá Krósk fær mikla ást við framleiðslu og erum við ótrúlega þakklátar fyrir vaxandi hóp íslenskra kvenna sem velur að klæðast vörum frá okkur.
Hver er Kristín Ósk
Kristín Ósk Halldórsdóttir útskrifast með sveinspróf í kjólaklæðskurði vorið 2012 og í framhaldinu af því fór hún að þróa vörulínu fyrir KRÓSK. En áður hafði hún lokið námi í tækniteiknun og almennri hönnun.
Hvar er Krósk
Að Kirkjubraut 54, Akranesi er að finna frábært verlsunarrými til þess að skoða og máta flíkurnar fremst í húsnæðinu. Baka til er svo að finna vinnustofu Krósk þar sem að vörurnar okkar verða til.
Sími: 8523121
Vinnustofa/verslun KRÓSK: Kirkjubraut 54, 300 Akranesi
kt: 540597-2199