Um okkur/About us

Kristín Ósk Halldórsdóttir útskrifaðist með sveinspróf í kjólaklæðaskurði vorið 2012 og í framhaldi af því fór hún að þróa vörulínu fyrir KRÓSK. En áður hafði hún lokið námi í tækniteiknun og Almennri hönnun.
KRÓSK leggur mikla áherslu á samspil lita og forma og góð klæðileg snið. Við veljum falleg gæðaefni og eru náttúruleg efni þar fyrsti valkostur. Ull og viscose eru þar í miklu uppáhaldi.
Flíkurnar okkar eru svo allar saumaðar á vinnustofunni Akranesi. Kristín Ósk teiknar öll mynstrin fyrir prjónavoðirnar sem eru prjónaðar á Íslandi og einnig handlitar hún flesta kjólana sem gerir þá einstaka.
Fyrir framan vinnustofu okkar erum við með frábært verslunarrými þar sem við tökum vel á móti ykkur.
Email: krosk@simnet.is
Sími: 8523121
Vinnustofa/verslun KRÓSK: Kirkjubraut 54, 300 Akranesi
kt: 540597-2199