KroskbyKristinOsk
Buxur með víðum skálmum
Buxur með víðum skálmum
Couldn't load pickup availability
Buxurnar eru háar í mittið, með tvöföldum streng, sem gerir þær einstaklega þæginlegar. Þær eru með víðum skálmum, þröngar frá mitti og niður á mitt læri og falla svo lausar niður. Buxurnar eru saumaður úr þykku, polyester efni sem teygist á breiddina. Þessar hafa mikið notagildi þar sem þær geta vel verið notaðar sem kósýbuxur, en svo er einnig auðvelt að dressa þær upp fyrir fínni tilefni. Hinar fullkomnu hversdagsbuxur.
Módelið er 167cm á hæð og í stærð 1.
Buxurnar eru frá klofi og niður 82cm (32”).
Sérstakar óskir um buxnalengd?
Við bjóðum uppá sérsniðna sídd á skálmum gegn vægu gjaldi. Sé það þín ósk að fá buxurnar styttri / síðari skaltu bæta vörunni Stytting / buxnalenging í körfu og skrifa í athugasemd við pöntunina hversu mikið þú vilt að við styttum / lengjum skálmarnar á þínum buxum. ATHUGIÐ þó að ekki er hægt að skipta né skila vöru sem búið er að stytta.
Lagerstaða á vefverslun og í verslun er ekki alltaf sú sama. Endilega hafðu samband ef þig langar til þess að gera þér ferð til okkar eftir ákveðinni vöru.
Vara sem er versluð á vefverslun er í sumum tilfellum ekki fulltilbúin til afhendingar, en þá er hún í vinnslu hjá okkur á saumastofunni.Eftir að greitt hefur verið fyrir vöruna setjum við hana í forgang til að koma henni til þín eins fljótt og auðið er (1-3 dagar).
Share




Collapsible content
Þvottaleiðbeiningar
Kjólana okkar má setja í vél á 30 gráður, eina og sér, á röngunni.
Ullarvörur okkar má þvo í vél á ullarprógrammi. Athugið þó að mjög mikilvægt er að þvo þær einar og sér í vélinni vegna þess að annars er hætta á að flíkin þæfist.
Vantar þig hjálp við að finna þína stærð?
Hér finnur þú stærðartöflu.
Sendingarmáti
Bæði er hægt að sækja pantanir í verslun og fá sent. Allar sendar pantanir frá okkur fara með Íslandspósti.
Vöruskil
Lítið mál er að skila vörum ef þess er óskað. Bæði er hægt að skila póstleiðis og í versluninni okkar. Með öllum pöntunum fylgir blað með upplýsingum sem leiða þig í gegnum vöruskilin.